Er hægt að fá einn kaffibolla!
Við ákváðum að fara í bíltúr í páskafríinu. Keyrðum austur fyrir fjall og þegar við erum á leið niður Kambana fann ég kaffiþorstann hellast yfir mig. Sá fyrir mér að við gætum sest niður og fengið okkur kaffi og eitthvað gott með því. Ég ákvað því að stinga upp á að setjast einhvers staðar inn og fá sér kaffisopa - já eða svona óbeint.
Segi því: veistu, er eitthvað kaffihús í Hveragerði núna eftir að Eden hætti? Agalega leiðinlegt að geta ekki stoppað í gamla góða Eden. Það var alltaf svo huggulegt hérna í gamla daga. Heldurðu að það sé einhver spennandi staður hérna núna, ha??
Hann: hum, ég bara veit það ekki satt best að segja.
Keyrðum áfram og hann var ekkert á því að athuga með hvort það væri eitthvað kaffihús í Hveragerði. Hann hægði ekki einu sinni á sér og ég fann hvernig kaffiþorstinn ágerðist. Vorum komin á Selfoss þegar ég ákvað að gera aðra tilraun.
Segi því: ég hef heyrt að það sé svo agalega huggulegt að fá sér kaffi hér á Selfossi. Selfyssingar eru svo sniðugir eitthvað þegar kemur að svona hlutum. Hefur þú heyrt um krúttlega kaffihúsið hérna - gamaldags og svona í okkar anda? Held það heiti meira að segja Kaffi Krús - krúttlegt ha!!
Hann: já ok, ekkert heyrt um það. Kaffi Krús, sniðugt nafn.
Við keyrum niður aðalgötuna og ég sé glitta í kaffihúsið og hrópa: þarna er það - sjáðu. Hann hægir á sér, horfir út um gluggann og segir: já einmitt - hum, Kaffi Krús!! Svo mumlaði hann bara áfram: Kaffi Krús, Kaffi Krús! En ekki stoppaði hann, nei nei.
Við ókum áfram sem leið lá út úr bænum og ég hugsaði: hvað er að manninum, er hann ekki að ná þessu. Þegar við keyrðum yfir bæjarmörkin á Hellu sagði ég: það er víst alltaf rosa huggulegt kökuhlaðborð hérna á kaffihúsinu á staðnum sem er hérna við Rangána. Veit að Magga frænka fer oft hingað með fjölskylduna og segir að þetta sé svo fínt - útsýni yfir ána.
Hann: já ok - frábær staðsetning. Hvað er annars að frétta af Möggu?
Ekkert meira. Ekki stakt orð um að stoppa og fá sér kaffi. ,,Hvað er að frétta af Möggu“ hvað var nú það......Ég var alveg hætt að skilja þetta. Átti ekki bara að keyra með mann hálfa leið í kringum landið án þess að gefa manni vott eða þurrt. Hefði þá ekki verið bara betra að setja upp næringu í æð eða gera alla vega einhverjar ráðstafanir.
Ég gat ekki meira og hálf öskraði: hvað þarf maður að gera til að fá einn kaffibolla, ég spyr. Er ekki allt í lagi með þig, á bara að keyra með mann þar til maður er þurrausin að innan og ropar ryki!! Er til of mikils mælst að gefa manni eins og einn helv... kaffibolla.
Hann horfði á mig furðulostinn og stoppar bílinn úti í kanti. Lítur á mig og segir: bíddu, þú hefur ekkert beðið mig um að stoppa til að fá kaffi. Ég var einmitt að hugsa um að stinga upp á því sjálfur.
Ég: Hvað meinarðu, ég er búin að vera að gefa þetta í skyn síðan við keyrðum niður Kambana. Þú áttar þig kannski ekki á því en þetta sem stendur út úr hauskúpunni á þér heita eyru og með þeim hlustar maður.
Hann: Ég var síst að skilja þetta, þú ert bara búin að vera að spjalla þetta fram og til baka um kaffihús á leiðinni. Ég hélt kannski að þú værir að hugsa um að fara út í ,,buisniss“ og opna kaffihús hér fyrir austan eða eitthvað - ég var meira að segja farinn að velta fyrir mér nafni. Ég heyrði bara ekki eitt orð um að þig langaði í kaffi. Af hverju sagðir þú það ekki bara beint út?
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og sagði: heyrðu, við skulum bara sleppa þessu - ótrúlegt að þú hafir ekki náð þessu.
Þangað til næst - gangi þér vel!
Anna Lóa
Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
-
-
Hamingjuhornið 21.09.2014
-
Hamingjuhornið 26.10.2013
-
Trúi því þegar ég sé það - sé það þegar ég trúi því!
Hamingjuhornið 19.10.2013
-
-
-
Landcruiserinn er 10.000 merkur og 450 cm!
Hamingjuhornið 12.10.2013 -
Hamingjuhornið 05.10.2013
-
Hamingjuhornið 28.09.2013
-
-
-
Hamingjuhornið 21.09.2013
-
Blessaði breytinga-barningurinn!
Hamingjuhornið 14.09.2013 -
Hamingjuhornið 10.09.2013
-
-
-
Hamingjuhornið 31.08.2013
-
Hamingjuhornið 24.08.2013
-
Elsku karlinn, við köllum þetta breytingaskeiðið!
Hamingjuhornið 17.08.2013
-
-
-
Sara Rún klárar tímabilið með Keflavík
Íþróttir 21.02.2019 -
Fréttir 20.02.2019
-
Ríkisstörfum fjölgar á Suðurnesjum
Fréttir 21.02.2019 -
Gera hinum aldraða kleift að búa eins lengi heima og unnt er
Fréttir 21.02.2019 -
Líflegar umræður á íbúafundi um ferðamál
Fréttir 20.02.2019 -
Góður árangur Massa á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum
Íþróttir 20.02.2019 -
Íþróttir 21.02.2019
-
Vímaður ökumaður viðurkenndi fíkniefnasölu
Fréttir 20.02.2019 -
Gæludýr mögulega leyfð í strætó
Fréttir 21.02.2019 -
Íbúafundir í Grindavík og Reykjanesbæ í kvöld
Mannlíf 20.02.2019 -
Setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar
Fréttir 20.02.2019 -
Fréttir 20.02.2019
-
-
-
Unnið með sköpunarsöguna og passíusálma
VefTV 21.02.2019 -
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019
-