Nýtt kort um Strandleiðina komið út

Reykjanesbær hefur gefið út gönguleiðakort um Strandleiðina í Reykjanesbæ. Kortinu er ætlað að kynna fyrir íbúum og ferðamönnum þessa 10km langa gönguleið sem liggur meðfram sjónum allt frá Berginu í Keflavík yfir til Ytri og Innri Njarðvíkur upp á Vogastapa.

Gönguleiðin varð til í framhaldi af vinnu við að verja strönd bæjarins fyrir sjógangi en það var  gert með því að nýta grjót úr jarðvinnu í Helguvík til þess að verkja strandlengjuna fyrir landrofi af völdum sjávar. Við það myndaðist kjörið tækifæri til að byggja göngustíga meðfram grjótgörðunum og opna þannig nýja sýn og aðgang að fallegum strandsvæðum.

Strandleið Reykjanesbæjar hefur einnig fengið nýja ásýnd á undanförnum árum en nú hafa strendur bæjarlandsins hafa verið hreisaðar og ekki tíðkast lengur að henda rusli út í fjöru.

Áhersla við mótun Strandleiðarinnar er fjölnotagildi. Á leiðinni er hægt að skoða fjölbreytt dýralíf, gamlar varir og útróðarstaði og bergmyndanir sem segja sögu jarðfræðarinnar á lifandi hátt. Í því skyni hafa verið sett upp skilti víða á leiðinni sem segja frá ýmsum fróðleik sem tengis Strandleiðinni.

Kortinu verður dreift meðal íbúa en einnig verður hægt að nálgast það á helstu söfnum og viðkomustöðum ferðammanna í Reykjanesbæ.

Einnig er hægt að skoða kortið hér.