Gengið um Strandarheiði að Knarrarnesseli

Miðvikudaginn 25. júní verður gengið um Strandarheiði að Knarrarnesseli sem er stórt og vel greinilegt sel. Þaðan verður gengið að braki úr þýskri Junker könnunarherflugvél sem hrapaði í apríl 1943 eftir skotárás bandarískrar orustuflugvélar. Þrír fórust en loftskeytamaðurinn komst lífs af. Viktor Guðmundsson verður gestaleiðsögumaður í ferðinni

Gönguferðin hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur og er fyrir þá sem treysta sér til að ganga í mólendi 7-9km ekki mikið uppí móti. Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.

Kostnaður við rútuferð er kr. 1.000 pr. mann. Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir