Gönguleiðir á Reykjanesskaga: Núpshlíðarháls

Í þessum  stuttu fræðsluþáttum um gönguleiðir á Reykjanesskaga leiðir leiðsögumaðurinn og ljósmyndarinn Ellert Grétarsson áhorfendur um helstu náttúruperlur Reykjanesskagans. Í þáttunum bregður einnig fyrir fjölda ljósmynda sem Ellert hefur tekið á skaganum á undanförnum árum.

Ein gönguleið er kynnt í hverjum þætti og með hverri þeirra fylgir kort sem hægt er að prenta út.

Alls verða þættirnir fjórir en þetta verkefni er styrkt af Menningarráði Suðurnesja í samstarfi Ellerts og Víkurfrétta, sem hafa tekið að sér að hýsa þættina og hafa þá aðgengilega almenningi á vf.is.


Hér er kynnt auðveld gönguleið innan Reykjanesfólkvangs í afar fallegu og litríku landslagi sem eldvirknin og jarðhitin hafa sett svip sinn á.

Gönguhækkun: 154 metrar
Göngulengd: 6km
Göngutími: 3 tímar.