„Hugsa áfram áfram hlýtt til þeirra sem þurfa að þola ónæði og ugg vegna þessara jarðhræringa“
„Við höfum heldur betur fundið fyrir skjálftunum hér á Bessastöðum. Að sjálfsögðu verðum við þó ekki vör við þá í sama mæli og Grindvíkingar í næsta nágrenni við upptökin. Ég hugsa áfram áfram hlýtt til þeirra sem þurfa að þola ónæði og ugg vegna þessara jarðhræringa, og í ofanálag nokkrar skemmdir eftir harðasta skjálftann í gær,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í færslu á Facebook í morgun.
Í pistlinum rekur hann verkefni síðustu viku sem voru fjölbreytt að vanda. Pistill forsetans endar svo á þessum orðum:
„Ég ítreka góðar óskir og kveðjur til Grindvíkinga, Vogabúa og annarra á Suðurnesjum sem finna mest fyrir skjálftunum sem nú dynja yfir. Einnig óska ég ykkur öllum velfarnaðar.“