Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ætlum að láta betur í okkur heyra“
Frá stjórnarfundi í SAR.
Sunnudagur 30. maí 2021 kl. 07:40

„Ætlum að láta betur í okkur heyra“

„Við höfum ákveðið að láta betur í okkur heyra á næstu mánuðum þar sem það var ekki hægt að gera mikið á afmælisárinu 2020 en þá fögnuðu samtökin áratugsafmæli,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi en fyrsti stjórnarfundur samtakanna eftir aðalfund var haldinn í síðustu viku.

Ný fyrirtæki hafa gengið til liðs við samtökin en eins og kom fram í viðtali við Guðmund í síðasta tölublaði er eitt af markmiðum SAR að tengja saman fyrirtæki og atvinnurekendur á Reykjanesi, efla tengsl þeirra. „Við erum ekki hagsmunasamtök líkt og stéttafélög heldur er öll áhersla lögð á að fylgja eftir ýmsum málefnum sem tengjast atvinnulífinu á svæðinu,“ segir Guðmundur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á stjórnarfundinum var greint frá samstarfi SAR og Víkurfrétta sem felst í kynningu á starfi samtakanna. SAR mun verða með reglulega fundi frá og með næsta hausti þar sem forsvarsfólk fyrirtækja á svæðinu mun koma og kynna starfsemi sína.

Á fundinum var samþykkt að taka undir áskorun Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um nýja heilsugæslustöð á Suðurnesjum.

Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi.