Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ýttu bíl í gang fyrir drukkinn ökumann
Fimmtudagur 24. apríl 2014 kl. 09:00

Ýttu bíl í gang fyrir drukkinn ökumann

Fjórir ökumenn höfðu neytt kannabis.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för fjögurra ökumanna í umdæminu á undanförnum dögum, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Allir reyndust þeir hafa neytt kannabis. Einn þeirra ók bifreið, sem var án skráningarnúmera. Í ljós kom að hún var ótryggð og höfðu skráningarnúmerin verið lögð inn í ágúst á síðasta ári.

Fimmti ökumaðurinn, sem lögregla hafði afskipti af vegna vímuaksturs sat undir stýri, en tveir aðrir voru að reyna að ýta bifreið hans í gang. Hann var verulega ölvaður og var látinn sofa úr sér í fangageymslu.

Þá voru tveir kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra ók á 108, þar sem hámarkshraði er 70, en hinn mældist á 126 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

Einn til viðbótar var stöðvaður og var hann hvorki með öryggisbelti spennt né ökuskírteini meðferðis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024