Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ýsa var það heillin
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 13:06

Ýsa var það heillin

Nokkrir smábátar við Faxaflóann hafa verið að gera það ágætt á ýsuveiðum þegar gefur á sjó. Í kjölfar aflaskerðingar ríkisvaldsins í haust reyna menn að forðast þorskinn sem mest og hafa hann eingöngu sem meðafla, að því er fram kemur á aflafrettir.com.

Staðarvík GK sem er í eigu Stakkavíkur í Grindavík er t.d. komin með 22,4 tonn og er ýsa 90% af aflanum.  Af minni bátum, þ.e. undir 10 bt  er Katrín KE komin með 12 tonn og þar af 9,4 tonn af ýsu. Katrín landar ýmist í Sandgerði eða Keflavík. Elín Kristín GK, sem einnig landar í Sandgerði og Keflavík, er komin með 6,4 tonn af ýsu af 7,7 tonna heildarafla eða rúm 80% af aflanum.

Þá hafa bátar frá Akranesi og Reykjavík einnig verið að gera það gott á ýsunni, t.d. Svalur BA sem kominn er með 26,5 tonn í átta sjóferðum. Tæp 90% aflans er ýsa.

www.aflafrettir.com

Mynd/elg: Við löndun í Sandgerðishöfn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024