ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Yngstu Vogabúum fækkar
Mánudagur 19. janúar 2015 kl. 10:55

Yngstu Vogabúum fækkar

Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 22 á síðasta ári og voru þeir 1127 í árslok 2014 en höfðu verið 1105 árið áður. Aldurssamsetning hefur einnig breyst, sú þróun er sérstaklega áberandi í yngsta aldurshópnum þar sem hefur orðið talsverð fækkun.

Í grunnskólanum, Stóru-Vogaskóla, eru tæplega 200 nemendur í 10 árgöngum, svo meðaltal í árgangi er um 20 nemendur. Í árgöngum leikskólabarna í Vogum eru eilítið færri nemendur að meðaltali í árgangi, eða liðlega 17 börn.

Það sem vekur hins vegar athygli að börn á fyrsta ári voru einungis 6 talsins samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birtar voru seint á síðasta ári.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25