Yndisgarður opnar í Sandgerði
Samkomulag milli Sandgerðisbæjar og Landbúnaðarháskóla Íslands um Yndisgarð í Sandgerði var undirritað í gær.
Landbúnaraháskólinn er með verkefni á sínum vegum sem nefnist Yndisgróður í samvinnu við Félag garðplöntuframleiðenda, Rannsóknarstöð Skógræktar Mógilsá og Grasagarð Reykjavíkur. tilgangur verkefnisins er að velja úr heppilegustu tegundir, kvæmi og yrki garðplantna fyrir íslenskar aðstæður með sérstaka áherslu á opin svæði, útivistarsvæði og skjólbelti.
Yndisgróður og Sandgerðisbær hafa ákveðið að hefja samstarf um Yndisgarð í Sandgerði. Tilraunin verður sett af stað í sumar og verður Sandgerði annar staðurinn af fjórum sem verkefnið verður sett upp á. Samstarfsaðili innan bæjar verður Gróðrarstöðin Glitbrá.
Mynd: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri og Samson B. Harðarson lektor undirrita samninginn.