Ylvolgar Víkurfréttir eru komnar út
Víkurfréttir vikunnar eru komnar út, rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg hér á vefnum og prentaðar Víkurfréttir eru á leið á dreifingarstaði.
Í Víkurfréttum vikunnar er af mörgu að taka eins og vanalega:
Atvinnumálin eru fyrirferðamikil í fréttum vikunnar.
Önundur Jónasson segir okkur frá töffaralegu tryllitæki sínu, Trans Am, sem hann er búinn að gera betra en nýtt.
Séra Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, sýnir okkur skuggalegri hliðar sínar en hann skrifar glæpasögur í hjáverkum.
Sveindís Jane Jónsdóttir er alger gullmoli – þessi nýliði í A-landsliði Íslands í knattspyrnu er í viðtali við Víkurfréttir.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er heimsóttur og við kynnum starfsemi hans.
Fermingar eru með óhefðbundnu sniði þetta árið – Víkurfréttir fóru í fermingu í Keflavíkurkirkju.
Margt fleira áhugavert í Víkurfréttum vikunnar en þú getur nálgast þær á eftirtöldum stöðum eða hér á vefnum.
Víkurfréttir liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum: |
|
REYKJANESBÆRLandsbankinn, Krossmóa |
GRINDAVÍKNettó GARÐURKjörbúðin SANDGERÐIKjörbúðin VOGARVerslunin Vogum / N1 |