Yfirvöld skoða skúffufyrirtækið Magma
Yfirvöld hafa kallað eftir upplýsingum um samband kanadíska félagsins Magma Energy og dótturfélags þess í Svíþjóð. Hið síðarnefnda er skúffufélag sem hefur keypt stóra hluti í HS Orku. Viðskiptavefur visir.is greinir frá þessu.
Nefnd efnahags- og viðskiptaráðherra sem fylgist með framkvæmd laga um erlenda fjárfestingu, hefur kannað fjárfestingu kanadíska félagsins Magma Energy hér á landi. HS orku hefur verið send fyrirspurn vegna þessa og sendi forstjóri HS Orku svör frá sér í gær.
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu í orkufyrirtækjum, má aðili utan Evrópska efnahagssvæðisins ekki eiga hlut í íslensku orkufyrirtæki.
Sjá nánar frétt visir.is hér