Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu á föstudag
Miðvikudagur 10. nóvember 2004 kl. 16:57

Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu á föstudag

Yfirmannaskipti verða hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á föstudag. Nýr yfirmaður varnarliðsins er Robert S. McCormick ofursti, sem tók við starfi aðstoðaryfirmanns varnarliðsins í júlí s.l. Noel G. Preston flotaforingi, fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, tekur við framkvæmdastjórastarfi á vegum Evrópudeildar Bandaríkjaflota í Napolí á Ítalíu.

Robert S. McCormick lauk námi við Louisianaháskóla árið 1981 og meistaragráðu árið 1988. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi í flugher Bandaríkjanna árið 1982, og starfaði í sprengjuflugflotanum m.a. sem flugsveitarforingi og aðstoðarflugdeildarforingi til ársins 2002 er hann hóf störf í aðalstöðvum flughersins í Washington. McCormic tók við starfi aðstoðaryfirmanns varnarliðsins í júlí s.l. Eiginkona hans er Kim Ann McCormick (áður Cottrill) og eiga þau einn son, en frá þessu er greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024