Yfirlýsing frá Víkurfréttum vegna Idol
Víkurfréttir harma það mjög að Arnar Dór Hannesson, fyrrverandi keppandi í Idol stjörnuleit hafi verið vikið úr keppni í gær vegna viðtals sem birtist við hann í Víkurfréttum. Blaðið frábiður sér alla umræðu um það að það hafi ætlað sér að koma Arnari Dór úr keppninni. Þvert á móti voru Víkurfréttir að vekja athygli á fulltrúa Suðurnesja og vildu styðja hann þannig. Blaðamenn Víkurfrétta vissu ekki um fjölmiðlabannið sem sett hefur verið á keppendur í Idol stjörnuleit og að sjálfsögðu hefði viðtalið ekki verið birt ef afleiðingarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar.
Páll Ketilsson ritstjóri
Páll Ketilsson ritstjóri