Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirlýsing frá Trommusveitinni
Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 15:32

Yfirlýsing frá Trommusveitinni

Stuðningslið Keflvíkinga var harðlega gagnrýnt í DV í dag þar sem sagt er að þeir hafi ráðist á afa og ömmu eins leikmanns Snæfells. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið rétt í þessu.

Yfirlýsing frá Trommusveit Keflavíkur:
Sagan sem að hefur gengið í dag um að Stuðningsmenn Keflavíkur hafi ráðist á móðir og afa körfuboltamanns Snæfells eftir leikinn á laugardaginn, á ekki við rök að styðjast. Vill bara biðja fólk að fylgjast betur með á morgun þegar ÖLL sagan kemur út. Við viljum benda stuðningsmönnum Keflavíkur á að láta þetta ekki skemma fyrir sér gleðina þessa dagana, nú á að gleðjast saman. Því að við verðum ekki Íslandsmeistarar nema einu sinni á ári. Áfram Keflavík, ALLTAF LANGBESTIR.

Fyrir hönd Trommusveitar Keflavíkur
Bergsveinn Alfons ( B3ggz )

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024