Yfirlýsing frá Steypustöðinni vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi
Í gær, föstudaginn 5. janúar, varð sá hörmulegi atburður á Grindavíkurvegi að tveir bílar rákust saman í hálku og var annað ökutækið á vegum Steypustöðvarinnar. Eins og komið hefur fram voru ökumaður og farþegi hins ökutækisins úrskurðuð látin á vettvangi, en ökumaður Steypustöðvarinnar fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Gærdagurinn var mikill sorgardagur í sögu Steypustöðvarinnar og er starfsfólk okkar harmi slegið vegna atburðarins. Hugur okkar er hjá aðstandendum hinna látnu, þar sem margir eiga nú um sárt að binda. Sem stendur leggjum við áherslu á að hlúa að starfsfólki okkar, þar sem öllum er mjög brugðið. Aðhlynning okkar á ekki síst við um ökumanninn sem var við störf á vegum félagsins.
Við vinnum einnig með þeim aðilum sem koma að rannsókn slyssins til að veita allar tiltækar upplýsingar sem við mögulega getum.
F.h. Steypustöðvarinnar ehf.,
Björn Ingi Victorsson, forstjóri.