Yfirlýsing frá Sparisjóðnum í Keflavík
Vegna umræðna um stöðu sparisjóðanna og smærri fjármálafyrirtækja um að mörg þeirra séu tæknilega gjaldþrota og starfi á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum vill Sparisjóðurinn í Keflavík árétta að sparisjóðurinn uppfyllir þau skilyrði og kröfur sem eftirlitsaðilar fjármálafyrirtækja setja og er ekki á neinni undanþágu hjá þeim aðilum.


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				