Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirlýsing frá Grindavíkurbæ
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 12. janúar 2024 kl. 11:30

Yfirlýsing frá Grindavíkurbæ

Síðasta þriðjudag hélt bæjarstjórn Grindavíkur sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í Grindavík síðan hamfarirnar áttu sér stað 10. nóvember á síðasta ári. Þrennt kom fram á þessum fundi, skólaárið verður klárað utan Grindavíkur, samið hefur verið við lögfræðistofu fyrir tjónþola í Grindavík og svo var skorað á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa. Hér eftir munu upplýsingar berast frá bæjarstjórn á hverju miðvikudegi.

Skólaárið klárast utan Grindavíkur. Bæjarstjórnin tók þá afstöðu gagnvarvart skólastarfi að það klárist ekki í Grindavík í vor, m.a. vegna þess að mikil vinna er fyrir höndum við að koma húsnæði og umhverfi í öruggt horf. Líst var yfir mikilli ánægju með að sjá skóla og leikskóla hefjast í upphafi árs með eins hefðbundnum hætti og aðstæður leyfa.

Drög að samningi við Novum lögfræðistofu. Tjónþolar munu geta pantað viðtal hjá lögfræðingi í tollhúsinu þar sem Grindavíkurbær er með þjónustumiðstöð, til að ræða það tjón sem viðkomandi hefur orðið fyrir í jarðhræringunum að undanförnu. Þessi þjónusta verður til reynslu í tvær vikur og munu nánari upplýsingar um fyrirkomulag birtast fljótlega á heimasíðu bæjarins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áskorun til lífeyrissjóðanna.

Við bæjarstjórn Grindavíkur skorum á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa Grindavíkur með sömu leið og bankarnir hafa nú þegar gert. Forsendur lánþega eru algjörlega brostnar og með öllu óskiljanlegt hversu ósveigjanlegt viðmót lífeyrissjóðir hafa sýnt lánþegum sínum úr Grindavík.  

Bæjarstjórn Grindavíkur skorar einnig á leigufélög að falla frá innheimtu leigu til þeirra leigjenda sem ekki búa í leiguhúsnæði sem innheimt er fyrir.