Yfirleitt léttskýjað og hiti 7 til 13 stig
Norðaustan 10-18 m/s við Faxaflóa, hvassast norðantil. Dregur smám saman úr vindi á morgun, 5-13 síðdegis. Yfirleitt léttskýjað og hiti 7 til 13 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi norðaustanátt, 8-15 í dag. Dregur smám saman úr vindi á morgun, 5-10 síðdegis. Léttskýjað og hiti 7 til 12 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Minnkandi norðanátt, 5-10 m/s síðdegis. Dálítil væta NA- og A-lands, en víða bjart sunnan heiða. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag: Hæg suðlæg átt. Skýjað á SV-verðu landinu, annars víða léttskýjað. Heldur hlýnandi.
Á fimmtudag: Suðvestlæg átt og væta með köflum, en bjart á NA- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á NA-verðu landinu.
Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir ákveðna sunnan- og suðvestanátt og vætusamt veður, en þurrt að mestu NA-til. Svipaður hiti áfram.
Á sunnudag: Lítur út fyrir breytileg átt, 5-10 m/s og dálítil væta S-til, en bjartviðri N-lands. Áfram fremur milt.