Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Yfirheyrslur halda áfram í dag
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 10:48

Yfirheyrslur halda áfram í dag

Yfirheyrslur standa enn yfir karlmanni, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa ekið á lítinn dreng við Vesturgötu og flúið af vettvangi. Yfirheyrslur stóðu yfir í gærkvöldi og í nótt og verður haldið áfram í dag. Engin játning liggur fyrir en málið er í rannsókn, sem beinist m.a. að bifreið mannsins.
Íbúar í Reykjanesbæ sýndu hluttekningu sína í gærkvöldi með því að tendra á kertaljósum við slysstað, eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Einnig var haldin kyrrðar- og bænastund í Keflavíkurkirkju.

 

VF-mynd: elg





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024