Yfirhershöfðingi hjá NATO borðaði á Kaffi-Duus
Joseph Wraltson yfirhershöfðingi hjá NATO snæddi kvöldverð á Kaffi-Duus í gærkveldi ásamt fylgdarliði sínu. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar en staðurinn var þó opinn almenningi. Bæði lögreglan á Keflavíkurflugvelli og öryggisverðir hershöfðingjans vöktuðu staðinn og bentu fólki á bílastæði og varð það til þess að ýmsir héldu að staðurinn væri lokaður, sem hann var ekki.Hrönn Ásgrímsdóttir, starfsmaður á Kaffi-Duus, sagði í samtali við Víkurfréttir að hershöfðinginn og þeir sem borðuðu með honum hafi verið mjög ánægð með matinn sem var að sjálfsögðu íslenskur fiskur.