Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Miðvikudagur 31. júlí 2002 kl. 15:44

Yfirhershöfðingi hjá NATO borðaði á Kaffi-Duus

Joseph Wraltson yfirhershöfðingi hjá NATO snæddi kvöldverð á Kaffi-Duus í gærkveldi ásamt fylgdarliði sínu. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar en staðurinn var þó opinn almenningi. Bæði lögreglan á Keflavíkurflugvelli og öryggisverðir hershöfðingjans vöktuðu staðinn og bentu fólki á bílastæði og varð það til þess að ýmsir héldu að staðurinn væri lokaður, sem hann var ekki.Hrönn Ásgrímsdóttir, starfsmaður á Kaffi-Duus, sagði í samtali við Víkurfréttir að hershöfðinginn og þeir sem borðuðu með honum hafi verið mjög ánægð með matinn sem var að sjálfsögðu íslenskur fiskur.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025