Yfir 93% sætanýting hjá Iceland Express í júlí
Iceland Express flutti 17.152 farþega til og frá landinu í júlí og var sætanýting félagsins 93,5%. Farþegarnir skiptast jafnt á milli áfangastaða félagsins, London og Kaupmannahöfn, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Í lok júlí hafði Iceland Express flutt samtals 69.390 farþega frá því starfsemi félagsins hófst í lok febrúar.Á Keflavíkurflugvelli varð 14% aukning ferðamanna til og frá Íslandi í júlí frá árinu áður. Alls fóru 166.634 manns í þessum erindagjörðum og er þetta mesti fjöldi ferðamanna til og frá landinu í einum mánuði frá upphafi. Hlutur Iceland Express í þessari fjölgun farþega í mánuðinum var 82%.
Fjöldi farþega til og frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll hefur aukist um tæp 17% að meðaltali frá áramótum, miðað við síðasta ár. Frá janúar til loka júlí hafði ferðamönnum á þessum leiðum fjölgað um 91.892. Þar af var hlutur Iceland Express 75%, þótt félagið hafi ekki tekið til starfa fyrr en í lok febrúar.
Fjöldi farþega til og frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll hefur aukist um tæp 17% að meðaltali frá áramótum, miðað við síðasta ár. Frá janúar til loka júlí hafði ferðamönnum á þessum leiðum fjölgað um 91.892. Þar af var hlutur Iceland Express 75%, þótt félagið hafi ekki tekið til starfa fyrr en í lok febrúar.