Yfir 600 vopn gerð upptæk
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á rúmlega 600 vopn á síðasta ári. Það er svipað magn og gert var upptækt árið á undan. Í farangri flugfarþega mátti m.a. finna skotvopn, ýmsar gerðir eggvopna, hnúajárn og kaststjörnur.
Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra tollgæslunnar eru flest vopnin frá ungmennum sem koma úr sólarlandaferðum á sumrin. Tollgæslan eyðir vopnunum í sérstakri stöð sem eyðir hlutum úr járni. 24stundir greina frá þessu í dag.
VF-mynd/elg: Hér má sjá sýnishorn af þeim vopnum sem Tollgæslan hefur lagt hald á síðustu daga.