Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 300 störf á flugvellinum í sumar
Fimmtudagur 25. janúar 2024 kl. 08:21

Yfir 300 störf á flugvellinum í sumar

Alls verða yfir 300 fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf í boði í ár á Keflavíkurflugvelli (KEF). Spáð er miklum umsvifum í KEF í sumar en farþegaspá flugvallarins gerir ráð fyrir tæplega 5,8 milljónum farþega yfir sumarmánuðina, apríl til október, sem er 7,2% aukning frá fyrra sumri.

Alls gerir spáin ráð fyrir 8,5 milljónum farþega á árinu, þar af tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Gangi spáin eftir verður árið 2024 það þriðja stærsta í sögu KEF og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðari hluta ársins verður austurálma, ný viðbygging við flugstöðina, tekin að fullu í notkun en framkvæmdir hófust þar árið 2021. Bætast við nýir landgangar og rúmbetra setusvæði fyrir verslanir og veitingastaði, auk þess sem nýr töskusalur var opnaður þar á síðasta ári. KEF er í stöðugri þróun sem miðar að því að bæta aðstöðu á flugvellinum til að tryggja betri þjónustu og upplifun fyrir gesti.