Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Yfir 150 manns á sumargleði Sjálfstæðisflokksins
Laugardagur 23. apríl 2005 kl. 13:14

Yfir 150 manns á sumargleði Sjálfstæðisflokksins

Sumargleði Sjálfstæðisflokksins var haldin síðastliðinn miðvikudag á veitingahúsinu Ránni í Reykjanesbæ. Yfir 150 manns tóku þátt í gleðinni og var hlaðborð í boði Ráarinnar. Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins og eiginkona hans voru sérstakir gestir á sumargleðinni. Geir opnaði nýja vefsíðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, www.xdreykjanes.is, formlega fyrir almenningi. Geir nefndi í ávarpi sínu að sérstaklega ánægjulegt væri að sjá kraftinn í starfi flokksins í Reykjanesbæ og að opnun vefsíðunnar væri fyrirmyndarupphaf á kosningabaráttu næsta árs.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar steig í pontu og talaði um að þótt vel gengi að koma kosningaloforðum flokksins í framkvæmd væru alltaf ný og krefjandi verkefni að bætast við og því verki að byggja upp Reykjanesbæ framtíðarinnar væri hvergi nærri lokið. Því væri einhugur og styrkur almenna félsagsmanna í Sjálfstæðisflokknum afar mikilvæg. Lykill að áframhaldandi uppbyggingu í Reykjanesbæ sé að Sjálfstæðisflokkurinn fái umboð bæjarbúa til að halda verkinu blátt áfram.

www.xdreykjanes.is

Vf-myndir/Þorgils

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024