Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 1200 manns til Grindavíkur í dag
Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
Sunnudagur 4. febrúar 2024 kl. 23:51

Yfir 1200 manns til Grindavíkur í dag

Í dag, sunnudag, fóru yfir 1200 manns til Grindavíkur,  langstærsti hópurinn íbúar en aðrir voru viðbragðsaðilar. Vel gekk að koma íbúum inn í bæinn frá tveimur áttum eða frá Nesvegi og Suðurstrandavegi.

Með því kerfi sem notað var í dag og síðustu daga höfðu viðbragðsaðilar yfirsýn yfir þau sem voru innan bæjarmarkana. Á morgun er svipaður dagur þegar yfir 1000 manns fara til Grindavíkur og eins og í gær um 400 bílar í hverju tímahólfi.  

Umsóknir vegna aðstoðar við íbúa í Grindavík eru margar. Mikil vinna er í gangi við yfirferð á þeim og verður þeim öllum svarað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar aðstoð við íbúa, sem hafa óskað eftir henni, verður veitt þá verður það óháð fyrirfram ákveðnum tímaáætlunum. Sem þýðir um leið og íbúi fær símtal um að aðstoð ákveðinn dag þá fær íbúi QR kóða fyrir þann dag.   

Þegar ljóst er hvenær hver og einn fær aðstoð vegna flutninga fær viðkomandi símtal, erfitt er að segja til um hvenær hringt verður í þau sem hafa sent inn beiðni. Búið er að láta þau vita sem fá aðstoð á morgun, mánudag.    

Öllum beiðnum sem snúa eingöngu um geymslu vegna búslóðar hefur verið svarað. Geymsluplássið er á Flugvöllum 20, 230 Reykjanesbær. Þar er opið milli 11:00-23:00