Yfir 100 iPadar komnir í gagnið hjá stofnunum Grindavíkurbæjar
Búið er að setja upp Apple TV í öllum kennslustofum í báðum starfsstöðvum grunnskólans og þá er búið að bæta og tryggja þráðlaus netsamband í öllum starfsstöðvum bæjarins. Nú er því ekkert að vanbúnaði að nýta krafta þessara tækja eins og kostur er. Síðastliðinn vetur fengi flestir kennarar iPada í sínar hendur og kennarainnleiðingu því lokið og nokkrir bekkir fengu einnig að prufa sig áfram með tækin.
Meðfylgjandi myndband sýnir nemendur í 2.S á liðnum vetri þar sem þau eru að semja tónlist í Garage Band. Þar sem áhuginn var gríðalegur, vinnusemi mikil og sköpunargleðin við hendina, endaði þetta í tveggja kennslustundaverkefni þar sem nemendur sýndu á töflu tónverkin sín. Virkilega skemmtileg vinna og gaman að sjá hvað þau voru fljót að læra á forritið, segir á grindavik.is.
Þá hefur grunnskólinn einnig fest kaup á tveimur hleðslu- og geymsluskápum fyrir iPadana þar sem hægt er að hlaða og þjónustu 30 tæki samtímis sem síðan er hægt að flytja á handhægan hátt á milli kennslustofa, fimm í hverri vöggu.