Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 100 iPadar komnir í gagnið hjá stofnunum Grindavíkurbæjar
Miðvikudagur 26. ágúst 2015 kl. 18:46

Yfir 100 iPadar komnir í gagnið hjá stofnunum Grindavíkurbæjar

Síðastliðinn vetur var unnið af krafti að því að iPad væða ýmsar stofnanir Grindavíkurbæjar. Yfir 100 tæki hafa verið tekin í notkun, langsamlega flest í grunnskólanum, eða 81 iPad. Kennarar velja sér iPad eða fartölvur sem vinnutæki og meirihlutinn hefur valið að nota iPad. Guðmundur Hjálmarsson, tölvuumsjónarmaður Grindavíkurbæjar, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja notagildi þessara tækja undanfarin misseri.

Búið er að setja upp Apple TV í öllum kennslustofum í báðum starfsstöðvum grunnskólans og þá er búið að bæta og tryggja þráðlaus netsamband í öllum starfsstöðvum bæjarins. Nú er því ekkert að vanbúnaði að nýta krafta þessara tækja eins og kostur er. Síðastliðinn vetur fengi flestir kennarar iPada í sínar hendur og kennarainnleiðingu því lokið og nokkrir bekkir fengu einnig að prufa sig áfram með tækin.

Meðfylgjandi myndband sýnir nemendur í 2.S á liðnum vetri þar sem þau eru að semja tónlist í Garage Band. Þar sem áhuginn var gríðalegur, vinnusemi mikil og sköpunargleðin við hendina, endaði þetta í tveggja kennslustundaverkefni þar sem nemendur sýndu á töflu tónverkin sín. Virkilega skemmtileg vinna og gaman að sjá hvað þau voru fljót að læra á forritið, segir á grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur grunnskólinn einnig fest kaup á tveimur hleðslu- og geymsluskápum fyrir iPadana þar sem hægt er að hlaða og þjónustu 30 tæki samtímis sem síðan er hægt að flytja á handhægan hátt á milli kennslustofa, fimm í hverri vöggu.