Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. september 2000 kl. 12:50

Yfir 10.000 manns á Ljósanótt í Reykjanesbæ

Yfir 10.000 manns mættu á ljósanótt í Reykjanesbæ á laugardagskvöld í blíðskaparveðri. Þetta er mesti mannfjöldi sem safnast hefur saman í Reykjanesbæ en þrátt fyrir það gekk umferð mjög vel.Mestur var fjöldinn um kl. 22 um kvöldið þegar kveikt var á lýsingunni á Keflavíkurbjargi og þegar haldin var ein glæsilegasta flugeldasýning sem sést hefur í Reykjanesbæ. Flugeldum var bæði skotið upp af sjó og landi. Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar, sagðist í samtali við vf.is mjög ánæðgur með dagskrána og mætinguna. Það væri ljóst að þetta yrði að árlegum viðburði í Reykjanesbæ hér eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024