Yaris stolið frá bílaleigu að Ásbrú
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni RF-232, sem er ljósgrá Toyota Yaris árgerð 2007. Bifreiðin hvarf frá byggingu við Valhallarbraut að Ásbrú í Reykjanesbæ á tímabilinu 05.-12. október. Bifreiðin tilheyrir CC bílaleigunni.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðina gæti verið að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.