Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

WOW air hef­ur hætt starf­semi
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 08:41

WOW air hef­ur hætt starf­semi

WOW air hef­ur hætt starf­semi. Öll flug fé­lags­ins falla því niður að því er seg­ir á vef WOW air. Farþegum er bent á að kanna mögu­leika á flugi hjá öðrum flug­fé­lög­um en farþegum er bent á Sam­göngu­stofu. 
 
WOW air var stofnað í nóv­em­ber 2011 og fór í jóm­frú­arflug sitt til Par­ís­ar 31. maí 2012. Í októ­ber sama ár tók WOW air yfir rekst­ur Ice­land Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu. 
 
Á vef WOW air seg­ir:
At­hugið að sum flug­fé­lög kunna við þess­ar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björg­un­ar­far­gjalda. Upp­lýs­ing­ar um þau fé­lög verða birt­ar um leið og þær liggja fyr­ir.
 
Hver eru rétt­indi mín? Farþegum sem keyptu flug­miða með kred­it­korti er bent á að hafa sam­band við út­gef­anda korts­ins til að kanna mögu­leika á að fá flug­miðann end­ur­greidd­an. Farþegar sem keyptu ferðina af evr­ópsk­um ferðaskipu­leggj­anda sem seldi flug­miðann sem hluta af svo­kallaðri al­ferð (þ.e. sam­settri ferð þar sem flug er selt ásamt gist­ingu eða öðrum þjón­ustuþátt­um) eiga rétt á heim­flutn­ingi á grund­velli sam­evr­ópskra reglna um al­ferðir. Farþegum er bent á að hafa sam­band við þann ferðaskipu­leggj­anda sem þeir keyptu ferð sína af.
 
Farþegar kunna jafn­framt að eiga kröfu á hend­ur WOW AIR, m.a. á grund­velli reglu­gerðar um rétt­indi flug­f­arþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slík­um kröf­um í þrota­bú flugrek­and­ans.
 
Hvar fæ ég nýj­ustu upp­lýs­ing­ar?
 
Vefur Sam­göngu­stofu: www.sam­gongu­stofa.is
 
Vefur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar: htt­ps://​www.isa­via.is/ 
 
Vefur WOW air: www.wowair.com 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024