Wilson Muuga farinn, mun framvegis heita Karim
Íslandsvinurinn Wilson Muuga hélt af landi brott í gær, áleiðis til Líbanon þar sem hann verður gerður upp.
Eftir um hálfs árs dvöl hér á landi þar sem jafnvel var beðið milli vonar og ótta eftir því að stórkostlegt umhverfisslys myndi hljótast af er hann loks á braut. Wilson hafði legið við Hafnarfjarðarhöfn frá 17. apríl eftir að hafa setið fastur í Hvalsnessfjöru frá 19. desember.
Samkvæmt frétt RÚV mun Wilson hér eftir ganga undir nafninu Karim.
VF-mynd/Stefán