Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Wilson ekki farinn langt
Þriðjudagur 5. júní 2007 kl. 14:35

Wilson ekki farinn langt

Flutningaskipið Karim, áður Wilson Muuga, er alls ekki horfinn frá ströndum landsins því samkvæmt heimildum Víkurfrétta lónar hann nú inni í Faxaflóa, sennilega út af Stapa, og bíður þess að veðrið skáni. Töluverður sjógangur er og því varasamt að fara mað laskað skipið fyrir Reykjanesið.

 

Menn vilja víst ekki tefla á tvær hættur. Nógu langan tíma tók að fá skipið laust af strandstað í Hvalsnesi.

 

VF-mynd úr safni - Frá komu Wilsons til Hafnarfjarðar eftir björgunina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024