Walk of Fame í Reykjanesbæ
Þeir sem koma Reykjanesbæ á kortið, ef svo má segja, hvort sem er á lands- eða heimsvísu, geta svo sannarlega átt von á upphefð með því að þeirra verður minnst á nýrri Götu frægðarinnar, sem afhjúpuð verður við Hafnargötuna á Ljósanótt. Sérstakar gangstéttarhellur úr góðmálmi hafa verið hannaðar og verður sú fyrsta steypt á næstu dögum. Ekki verður gefið upp fyrr en á Ljósanótt hver fær heiðurinn að prýða fyrstu helluna.Hugmyndina að Götu frægðarinnar í Reykjanesbæ á Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður og áhugamaður um skemmtilegan bæ. Hugmyndin er sótt til Hollywood, þar sem Walk of Fame er fyrir löngu orðið heimsþekkt fyrirbrigði. Í Reykjanesbæ verða hins vegar ekki settar niður stjörnur, heldur hellur úr góðmálmi sem eru 30x30 sm. að stærð. Hellurnar verða síðan rækilega festar, enda ekki ætlunin að fólk fari á brott með gripina í skjóli nætur.
Hugmyndinni kom Hilmar Bragi á framfæri við Ljósanefndina með því að skrá hugmyndina inn á hugmyndabanka á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Í Ljósanefndinni fékk hugmyndin strax góðan hljómgrunn og kostunaraðili var fenginn til að standa straum af kostnaði við framkvæmdina. Það var auðvelt verk að fá sjálfa hellulagningarmeistarana í Nesprýði til að standa straum af kostnaði við fyrstu helluna, frægðarspor Reykjanesbæjar. Henni hefur verið fundinn staður á endurbættri Hafnargötunni, nærri horninu við Tjarnargötu. Þar verða í framtíðinni afhjúpuð fleiri „Frægðarspor“ á Götu frægðarinnar, sem þessi hluti götunnar verður kallaður. Ennþá hefur hins vegar ekki verið ákveðið hvernig staðið verður að vali á einstaklingum sem njóta þessa heiðurs að fá nafn sitt skráð á Götu frægðarinnar. „Það verður að vera hlutverk bæjarstjórnar að finna aðila í það vandasama verk,“ sagði Hilmar Bragi.
Stuttlega var greint frá framkvæmdinni við Götu frægðarinnar og Frægðarsporið á fjölmennum stofnfundi nýrrar miðbæjarsamtaka í Reykjanesbæ á Ránni fyrr í kvöld. Þar kastaði Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, því fram í gríni að framvegis gætu íbúar bæjarins sagst vera frá RB! (með enskum framburði), svipað og íbúar Los Angeles segjast yfirleitt vera frá LA!
Hugmyndinni kom Hilmar Bragi á framfæri við Ljósanefndina með því að skrá hugmyndina inn á hugmyndabanka á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Í Ljósanefndinni fékk hugmyndin strax góðan hljómgrunn og kostunaraðili var fenginn til að standa straum af kostnaði við framkvæmdina. Það var auðvelt verk að fá sjálfa hellulagningarmeistarana í Nesprýði til að standa straum af kostnaði við fyrstu helluna, frægðarspor Reykjanesbæjar. Henni hefur verið fundinn staður á endurbættri Hafnargötunni, nærri horninu við Tjarnargötu. Þar verða í framtíðinni afhjúpuð fleiri „Frægðarspor“ á Götu frægðarinnar, sem þessi hluti götunnar verður kallaður. Ennþá hefur hins vegar ekki verið ákveðið hvernig staðið verður að vali á einstaklingum sem njóta þessa heiðurs að fá nafn sitt skráð á Götu frægðarinnar. „Það verður að vera hlutverk bæjarstjórnar að finna aðila í það vandasama verk,“ sagði Hilmar Bragi.
Stuttlega var greint frá framkvæmdinni við Götu frægðarinnar og Frægðarsporið á fjölmennum stofnfundi nýrrar miðbæjarsamtaka í Reykjanesbæ á Ránni fyrr í kvöld. Þar kastaði Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, því fram í gríni að framvegis gætu íbúar bæjarins sagst vera frá RB! (með enskum framburði), svipað og íbúar Los Angeles segjast yfirleitt vera frá LA!