Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 26. mars 2002 kl. 10:50

Vorverkin hafin hjá bæjarstarfsmönnum

Bæjarstarfsmenn Reykjanesbæjar eru byrjaðir á vorhreingerningunni í bænum. Ljósmyndari Víkurfrétta var við Fitjar í morgun þar sem verið var að mæla fyrir götumálningunni og starfsmenn áhaldahússins voru í óðaönn að hreinsa fjöruna. Sjórinn hefur skolað á land miklu rusli og drasli og sögðust starfsmennirnir sjaldan hafa séð svona mikið að sjóreknu rusli. Sumt af því var frosið við jörðina og verður því tekið í annarri umferð. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Fitjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024