Vörubílstjóri gekk illa frá farmi
Einn ökumaður vörubifreiðar var kærður á þriðjudag fyrir að ganga ekki frá farmi sínum sem skyldi en um var að ræða malarflutningabifreið þar sem farmurinn stóð upp fyrir skjólborðin á palli bifreiðarinnar.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Mældist bifreið hans á 121 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Sama dag varð árekstur milli tveggja bifreiða á gatnamótum Hafnargötu og Mánagötu í Grindavík um kl. 20:30. Minniháttar eignartjón varð, en engin slys á fólki.
Loks var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en hann ók á 131 km hraða.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Mældist bifreið hans á 121 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Sama dag varð árekstur milli tveggja bifreiða á gatnamótum Hafnargötu og Mánagötu í Grindavík um kl. 20:30. Minniháttar eignartjón varð, en engin slys á fólki.
Loks var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en hann ók á 131 km hraða.