Vörubílar og ýtur í Kúagerði
Við Kúagerði standa nú miklar framkvæmdir vegna vinnu við breikkun Reykjanesbrautarinnar, en þar má sjá ýtur, stóra vörubíla og beltagröfur við vinnu. Miklir jarðvegsflutningar eiga sér stað en hverju hlassinu á fætur öðru er sturtað til hliðar við veginn. Samkvæmtum verktökunum sem vinna við breikkun Reykjanesbrautarinnar er búist við að vinnu við fyrsta áfanga verði lokið á rétt innan við ári, en í fyrstu var gert ráð fyrir 18 mánuðum.
Ljósmyndin var tekin í morgun við Kúagerði.
Ljósmyndin var tekin í morgun við Kúagerði.