Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Voru menn á Suðurnesjum fyrir landnám?
Föstudagur 19. mars 2010 kl. 09:00

Voru menn á Suðurnesjum fyrir landnám?


Fornleifarannsóknir á landnámsskálanum í Höfnum síðastliðið sumar benda til þess að þarna hafi ekki verið um venulegt kotbýli að ræða heldur einhverkonar ver líklega frá norrænum mönnum á Grænlandi. Aldursgreiningar benda til þess að skálinn sé frá því fyrir landnám eða á frá tímabilinu 770 – 880.
Það sem styður þessa kenningu er sú staðreynd að ekkert fjós fannst við rannsóknirnar. Þarna hefður því ekki verið hefðbundinn landbúnaður þess tíma. Þeir sem þarna dvöldu hafa því haft með sér skrínukost. En hvað var fólk þá að gera þarna?

Ein skýringin er sú að þarna hafi menn verið að safna rostungatönnum sem var „hvíta gull“ þess tíma. Það kunni að skýra hvers vegna nesið var til forna kallað Rosmhvalanes, sem þýðir Rostunganes. Talið er að meðfram ströndum hafi verið mikið rostungalátur. Þetta á þó allt eftir að rannsaka betur að sögn dr. Bjarna F. Einarssonar, sem stýrði rannsókninni.

Hlutir þeir sem fundust við rannsóknirnar í Höfnum hafa nú verið settir upp til sýningar í Víkingaheimum. Við segjum nánar frá þessu í næstu Víkurfréttum

Efri mynd: Frá rannsóknunum í Höfnum síðastliðið sumar.

Neðri mynd: Á meðal þess sem fannst í rústum skálans er þessi kvarnasteinn. Þetta er eini heili kvarnasteininn sem fundist hefur við fornleifarannsóknir á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmyndir /elg