Vörslusviptingarmönnum ógnað með hnífi
Vörslusviptingarmönnum, sem voru að sækja bifreið til Grindavíkur í gærkvöldi, brá heldur betur í brún þegar þeir mættu mótspyrnu bíleigandans og bróður hans. Mönnunum var ógnað með hnífi.Þeir komu boðum til lögreglunnar í Keflavík og óskuðu eftir aðstoð. Vaskir lögreglumenn mættu á vettvang og sáu til þess að réttvísi væri viðhöfð.