Vorjafndægur í dag
Í dag eru jafndægur að vori, en þá eru dagurinn og nótint orðin jafnlöng. Sólin var beint yfir miðbaug jarðar klukkan 05:14 í morgun og hér eftir verður dagurinn lengri en nóttin, fram að sumarsólstöðum sem eru um 20. júní. Þá er fyrsti dagur einmánaðar í dag, en það er sjötti mánuðurinn í gamla norræna tímatalinu.
Mynd Ellert Grétarsson: Það styttist óðum í að lóan fari að gera vart við sig hér á Suðurnesjum en hún hefur sést víða að undanförnu.