Vorið er komið og garðarnir blómstra!
Víða í görðum Suðurnesja er fólk komið í vorverkin. Grænir fingur hafa líka í nógu að snúast því vorið virðist vera komið. Fjölmargir garðar virðast vera búnir að segja skilið við veturinn ef marka má meðfylgjandi ljósmynd sem Hilmar Bragi Bárðarson tók í dag. Litrík blóm brosa við góða veðrinu og hitastigið er nálægt tveggja stafa tölu í plús!Við getum alltaf á okkur blómum bætt hér á Víkurfréttum og allar ábendingar um gróskumikla garða eru vel þegnar.
VF-mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hilmar Bragi