Vorhreinsun í Garði
Áætlað er að setja af stað allsherjar hreinsunarátak í Garði sem hefst á degi umhverfisins þann 25. apríl nk. og fram að 4. maí. Lagt verður áherslu á almenna hreinsun á bænum bæði á opnum svæðum og einkalóðum. Hreinsun strandlengjunnar undir stjórn Bláa hersins frá Ásgarði og eins langt og hægt verður að komast á tveimur vikum.
Hreinsunarátak verður í kringum fyrirtæki en gámar verða settir við Iðngarða og Skagabraut.
Félagasamtök og íbúar eru hvattir til þess að taka þátt í hreinsuninni með því að taka að sér ákveðið svæði í umhverfinu. Þeir sem taka þátt geta sótt um hvatningarstyrki fyrir verkið eða til þess að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Sniðugt gæti t.d. verið fyrir nágranna að koma saman og hreinsa vel til í götunni sinni. Auk þess geta félagasamtök og aðrir hópar nýtt verkefnið til fjáröflunar.
Sjá nánar á heimasíðu Garðs, www.sv-gardur.is