Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vorhreinsun hafin í Reykjanesbæ
Mánudagur 9. maí 2005 kl. 22:50

Vorhreinsun hafin í Reykjanesbæ

Hin árlega vorhreinsun í Reykjanesbæ er hafin og stendur hún fram til föstudagsins 13. maí 2005. Nú sem fyrr eru íbúar hvattir af bæjaryfirvöldum til þess að taka þátt í sameiginlegu átaki við að hreinsa og fegra bæjarfélagið.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar munu veita bæjarbúum aðstoð við að fjarlægja rusl og skal því komið fyrir á lóðarmörkum húsa.

Tilkynna þarf rusl á lóðarmörkum í síma 421 1552.

Flokka þarf allt rusl:
timbur - málma
pappírsúrgang
jarðvegs- og garðúrgang

Athugið að einungis verður tekið við flokkuðum úrgangi.

GARÐAÚRGANGUR
Tekið er á móti garðaúrgangi, afklippum og grasi í Kölku.

HVERFISVINIR
Hafið samband við ykkar hverfisvini ef þið þurfið aðstoð í síma 421 1552.

Vorhreinsun 2005 - kort yfir skiptingu hverfa

www.reykjanesbaer.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024