Fréttir

Vorhátíð frestað vegna veðurs
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 12:59

Vorhátíð frestað vegna veðurs

Njarðvíkurskóli hefur neyðst til að fresta fyrirhugaðri vorhátíð sem vera átti nk. föstudag. Hátíðinni er frestað fram á þriðjudag í næstu viku.

„Veðurspá er okkur ekki hliðholl á föstudaginn n.k þegar við ætluðum að halda okkar árlegu vorhátíð. Veðurspá gerir ráð fyrir úrhellisrigningu og hvassviðri og engan veginn veður til að halda hátíð utandyra,“ segir í tilkynningu skólans til foreldra og forráðamanna nemenda.

Að fengnu samþykki fræðsluskrifstofu hefur vorhátíðardaginn verið færður til þriðjudagsins 31. maí og verður sama dagskrá og var auglýst á heimasíðu skólans þ.e mæting nemenda frá kl. 9:30-12:30 en frístundaskólinn er opinn bæði fyrir og eftir vorhátíð fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir.

Næsti föstudagur, 27. maí, verður því hefðbundinn skóladagur í Njarðvíkurskóla samkvæmt stundaskrá.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024