Vorboðar í Grindavík!
Það var sannkallað vor í lofti í Grindavík í allan dag. Þar lék blíðan við menn á málleysingja eins og ljósmyndari Víkurfrétta komst að á ferð sinni með myndavélina.Gerðarlegur jeppaeigandi hlustaði á suðið í eldsneytisdælunni hjá Skeljungi um leið og hann horfði á krónutöluna hækka hratt og örugglega á dælunni. Skammt þar frá hlupu sportlega klæddar stúlkur sem að óathuguðu máli gætu verið knattspyrnukonur úr Grindavík að „hita upp“ fyrir sumarið.
Í höfninni var einnig mikið um að vera og bátar, stórir og smáir, á siglingu, annað hvort innan hafnar eða á leiðinni á miðin. Sílamávurinn gargaði á ljósmyndarann og minnti á að það er ekki langt í vorið sem Ari Trausti veðurmaður á Stöð 2 segir að byrji 25. apríl.
Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson
Í höfninni var einnig mikið um að vera og bátar, stórir og smáir, á siglingu, annað hvort innan hafnar eða á leiðinni á miðin. Sílamávurinn gargaði á ljósmyndarann og minnti á að það er ekki langt í vorið sem Ari Trausti veðurmaður á Stöð 2 segir að byrji 25. apríl.
Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson