Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vopnaskak við Garðveginn
Sunnudagur 9. maí 2004 kl. 18:29

Vopnaskak við Garðveginn

Hermenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa lífgað upp á mannlífið í Reykajnesbæ með „vopnaskaki“ sínu í tengslum við affermingu olíuflutningaskips í Helguvík. Hermennirnir eru með alvæpni og flagga vopnum sínum bæði í Helguvík sem og við krikjugarð Keflavíkur við Garðveginn. Þar var þessi mynd tekin síðdegis þar sem sjá má þungvopnaðan hermann við bílinn sem er stopp í vegarkantinum. Eldra fólk sem blaðamaður Víkurfrétta ræddi við í kirkjugarðinum og var að huga þar að leiði ástvinar átti ekki orð fyrir þessum dónaskap Varnarliðsins og sagði að þessir menn gætu valið sér aðra staði en kirkjugarðshornið til að flagga vopnum sínum og verjum.

VF-mynd: Atli Már Gylfason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024