Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 18:53

VOPNASKAK - ALVÖRU STRÍÐSLEIKJAGARÐUR

Vopnaskaki á Suðurnesjum, hernaðarþætti Norður Víkings, lauk síðasta sunnudagskvöld með mikilli skrautsýningu Bandaríkjahers við Reykjanesbraut. Mikill fjöldi hermanna fjölmennti að gömlu fjarskiptastöð hersins á svæðinu milli Reykjanesbrautar og Seltjarnar. Þar hafði „óvinurinn“ komið sér fyrir og var það verk þeirra grænklæddu að yfirbuga „óvininn“.Fjölmargir vegfarendur fylgdust með upphafi aðgerða þar sem Hummer-jeppar, Chinook þyrlur, alvöru hertrukkar, þungavopn og vélbyssur voru áberandi. Höfðu vegfarendur á orði að þetta væri eins og besti stríðsleikur. Þegar síðan árásin á „óvininn“ var gerð var síðan notast við púðurskot og leisergeisla með tilheyrandi vélbyssu-gelti. Útsendari VF fylgdist með „stríðsleiknum“ og gefur þessu atriði fjórar stjörnur af 5 mögulegum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024