Vopnaleitar-dólgar fengu ekki að fara um borð
Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kvödd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna tveggja karlmanna sem voru með ólæti í vopnaleit. Mennirnir, sem eru báðir um fertugt, ætluðu með flugi SAS til Osló. Þeir voru undir áhrifum áfengis, en ekki áberandi ölvaðir. Við vopnaleitina höfðu þeir öskrað á fólk og verið með leiðindi. Annar þeirra hafði að auki rifið í vélar og tæki og hrist til.
Þegar lögregla kom á vettvang var sá síðarnefndi enn æstur og ósamvinnuþýður, en hinn öllu rólegri. Í samráði við flugstjóra vélarinnar varð niðurstaðan sú að sá rólegri fengi að fara með vélinni, en hinn færi ekki um borð.