Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vopnaleit skilar árangri
Föstudagur 13. september 2002 kl. 14:55

Vopnaleit skilar árangri

Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum var sem kunnugt er vopnaleit hert á Keflavíkurflugvelli. Sýslumannsembættinu var í kjölfarið gert, m.a. af bandarísku flugmálastjórninni, að framfylgja mjög ströngu vopnaeftirliti, þar sem skýrar reglur gilda um hvað flugfarþegum er óheimilt að taka um borð í flugfar. Vegna þessara ráðstafana hefur mikið magn hluta verið tekið af flugfarþegum við vopnaleit síðan 11. september á síðasta ári eða samtals 11.206 stk. en það eru u.þ.b. 30 hlutir á dag að meðaltali. Þeir hlutir hafa fundist skiptast þannig:
Skæri: 5.266
Hnífar: 3.167
Stunguvopn og aðrir oddhvassir hlutir: 2.532
Úðatæki: 4
Annað, m.a. eftirlíkingar af byssum: 199

Í fréttatilkynningu frá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli kemur einnig fram að flugfarþegar hafi sýnt þessum aðgerðum mikinn skilning sem hafi auðveldað starfsmönnum tollgæslunnar að sinna sínu starfi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024