Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 13. september 2001 kl. 10:20

Vopnaðir verðir á Vellinum og í Leifsstöð

Dregið hefur verið úr viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli en öflug öryggisgæsla heldur áfram við hlið vallarins. Þar eru vopnaðir verðir sem og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi.Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli þýðir minni viðbúnaður að skólar verði opnir á Vellinum í dag og vektakar fá að hefja störf að nýju. Þó verði strangari gæsla en ella í hliðum vallarins. Þar eru bæði bandarískir og íslenskir lögreglumenn vopnaðir.
Lögreglumenn í Leifsstöð eru einnig vopnaðir og mjög ströng gæsla hjá flugfarþegum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024