Fimmtudagur 13. janúar 2005 kl. 09:23
Vopnaðir innheimtumenn að störfum í skjóli nætur
Innheimtumenn ríkisins voru að störfum á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn og fjarlægðu skráningarnúmer af 17 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar eða vátryggingar sem fallin var úr gildi. Voru innheimtumennirnir vopnaðir klippum og skrúfjárnum.